Árið er liðið og er nú óhætt að segja að þó nokkrir atburðir hafi staðið upp úr. Þó er enginn atburður í líkingu við þann sem gerðist á annan í jólum. Ótrúlegur harmleikur sem snertir allan heiminn og ekki hægt að koma orðum að.
Árið leið ótrúlega hratt hjá þessari fjölskyldu og óhætt að segja að breytingarnar hafa verið miklar. Allir hafa verið duglegir að takast á við þessar breytingar og ég held að þetta hafi gert okkur gott. En þetta hefur alls ekki verið auðvelt.
Við sprengdum okkur leið inn í nýja árið og náðum að gera gott gat á himininn. Matthías var í skýjunum yfir þessu og Alexander var duglegur að skipuleggja hvað færi næst í loftið.
Svo eftir miðnættið fengum við nágranna okkar í partí til okkar og við sátum að sumbli til klukkan 5 um morguninn. Alexander var seinastur af erfingjunum í bólið. Hann sofnaði um 5 leytið !!!
Jæja, nú ætlum við að kíkja á skaupið í ár með jólaísnum okkar og svo förum við í bólið.
kveðja,
Arnar Thor
Árið leið ótrúlega hratt hjá þessari fjölskyldu og óhætt að segja að breytingarnar hafa verið miklar. Allir hafa verið duglegir að takast á við þessar breytingar og ég held að þetta hafi gert okkur gott. En þetta hefur alls ekki verið auðvelt.
Við sprengdum okkur leið inn í nýja árið og náðum að gera gott gat á himininn. Matthías var í skýjunum yfir þessu og Alexander var duglegur að skipuleggja hvað færi næst í loftið.
Svo eftir miðnættið fengum við nágranna okkar í partí til okkar og við sátum að sumbli til klukkan 5 um morguninn. Alexander var seinastur af erfingjunum í bólið. Hann sofnaði um 5 leytið !!!
Jæja, nú ætlum við að kíkja á skaupið í ár með jólaísnum okkar og svo förum við í bólið.
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli
KV Munda, Raggi og börn